Yfir 100 milljóna kr. högg

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Lélegur vatnsbúskapur á hálendinu kostar hitaveitu HS veitna í Vestmannaeyjum rúmar 100 milljónir króna, ef skrúfað verður fyrir rafmagn til veitunnar í tvo mánuði eins og nú er útlit fyrir. Það mun að lokum bitna á notendum, að sögn forsvarsmanns hitaveitunnar.

Fjarvarmaveitan sem HS veitur reka í Vestmannaeyjum hefur verið rekið með ótryggðri orku frá Landsvirkjun frá 1988. Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum, segir að það hafi gengið vel. Aðeins einu sinni hafi komið til skerðingar og þá í stuttan tíma.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skrúfað var fyrir rafmagnið til fjarvarmaveitunnar í Vestmannaeyjum 1. mars og nú er útlit fyrir að skerðingin standi út apríl, að minnsta kosti. Fjarvarmaveitan er því kynt með olíu sem er fimm til sex sinnum dýrara, að sögn Ívars. Hann segir að ef skerðingin standi út apríl kosti það veituna rúmar 100 milljónir kr. aukalega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert