Telur sig ekki fá að fegra götuna

Teikning að fyrirhugaðri hótelbyggingu á Hverfisgötu 103.
Teikning að fyrirhugaðri hótelbyggingu á Hverfisgötu 103. Ljósmynd/SA Verk

Verktaki, sem hyggst reisa 100 herbergja lúxushótel á Hverfisgötu 103, undrast þá niðurstöðu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að byggingin standist ekki kröfur um útlit og yfirbragð og taki ekki mið af sérkennum svæðisins í kring.

Verktakinn segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að þar sem byggingarnar á svæðinu séu lítið augnayndi hafi ekki staðið til að nýja húsið líktist þeim, heldur hafi það þvert á móti átt að fegra umhverfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert