Verkfallinu frestað

Búið er að skrifa undir samning og þá er boðið …
Búið er að skrifa undir samning og þá er boðið upp á vöfflur. mbl.is/Ómar

Verkfalli framhaldsskólakennara er lokið en þeir skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsi ríkissáttasemjara nú rétt í þessu. Yfir tuttugu þúsund framhaldsskólanemar munu því mæta í skólann á nýjan leik á mánudaginn.

Samningurinn nær til októbermánaðar 2016 og felur í sér sex prósent launahækkun. Aðrar hækkanir eru háðar nýju vinnumati, en geta gert það að verkum að hækkunin nemi samtals 29 prósentum yfir samningstímann.

Eftir á að leggja samninginn undir atkvæði félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum.

Kynningarfundi um efni samningsins lauk fyrr í dag í verkfallsmiðstöð kennara. Samninganefnd þeirra fór í kjölfarið á fund með samninganefnd ríkisins, þar sem gengið var frá nýgerðum samningi og hann staðfestur. 

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara mbl.is/Ómar
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólaskólakennara.
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólaskólakennara. Mbl.is/Ómar
Magnús Pétursson, ríkissátatsemjari.
Magnús Pétursson, ríkissátatsemjari. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert