Mál Snorra rætt í bæjarráði á morgun

Mynd/Skapti Hallgrímsson

Akureyrarbæ þykir miður að í niðurstöðu ráðuneytisins í máli Snorra Óskarssonar, sé ekki tekið almennt tillit til almennu meginreglunnar um vammleysisskyldu sem gildir einnig utan starfs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum nú í kvöld. 

Bærinn telur að af álitum umboðsmanns Alþingis megi ráða að gera verði þá kröfu til starfsmanna að þeir gæti þess að sýna ekki af sér hegðun sem verði þeim til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á starfið eða starfsgreinina og að slíkar kröfur um vammleysi geti náð jafnt til hegðunar í starfi sem utan þess. 

Þá telur bærinn að málshraðareglan hafi verið brotin í málinu. Málið var kært í október 2012 og síðasta gagn málsins lagt fram í janúar 2013. Úrskurður í málinu féll hins vegar ekki fyrr en í apríl í ár. 

Að sögn Ingu Þallar Þórgnýsdóttur, bæjarlögmanns Akureyrar verður málið rætt í bæjarráði Akureyrarbæjar á morgun. 

Sjá frétt mbl.is: Uppsögn úrskurðuð ólögmæt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert