Tíminn naumur hjá háskólakennurum

920 kennarar, prófessorar og annað háskólamenntað stjórnsýslufólk við HÍ leggur …
920 kennarar, prófessorar og annað háskólamenntað stjórnsýslufólk við HÍ leggur niður störf á lögbundnum prófatíma dagana, komi til verkfalls. Ómar Óskarsson

920 kennarar og annað háskólamenntað stjórnsýslufólk við HÍ leggur niður störf á lögbundnum prófatíma dagana 25. apríl til 10. maí nk, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Boða þarf til verkfalls fyrir miðnætti í kvöld, fimmtán dögum fyrir verkfall, en félagsmenn Félags háskólakennara hafa þegar samþykkt heimild til verkfallsboðunar. 

Þá munu 122 starfsmenn við Háskólann á Akureyri gera slíkt hið sama á prófatíma dagana 28. apríl til 12. maí nk. og þarf því að boða til verkfalls fyrir miðnætti nk. laugardag, 12. apríl. Félagsmenn Félags háskólakennara á Akureyri samþykkti verkfallsboðun sl. mánudag.

Formlegur fundur í kjaradeilu Félags háskólakennara við ríkið fer fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag og hófst hann klukkan hálf 11 í morgun. 

Hverjir leggja niður störf?

Í Félagi háskólakennara og Félagi háskólakennara á Akureyri eru aðeins starfsmenn með háskólapróf. Þetta eru meðal annars adjúnktar, lektorar, dósentar, sérfræðingar, skrifstofustjórar og aðrir starfsmenn skrifstofu, prófstjórar, fjármálastjórar og fleiri.

Innan skólanna starfar einnig starfsfólk sem er ekki með háskólapróf og er það meðal annars í SFR, Stéttarfélagi í almannaþjónustu. Prófessorar sem starfa í skólunum eru í Félagi prófessora.  

Vilja fá sömu laun fyrir sömu stig

Að sögn Hjördísar Sigursteinsdóttur, formanns Félags háskólakennara á Akureyri, hefur einn formlegur fundur verið haldinn í kjaraviðræðum félagsins við ríkið. Félagið fylgist grannt með stöðu mála í kjaraviðræðum Félags háskólakennara við ríkið og tekur mið af stöðunni þar.

Félag háskólakennara fer fram á að sami stigafjöldi samkvæmt matskerfi akademískra starfsmanna, adjúnkta, dósenta, lektora og doktora, gefi sömu laun, óháð starfsheiti og að öllum akademískum starfsmönnum verði varpað í sömu launatöflu.

Í rökstuðningi félagsins kemur fram að prófessorar og aðrir akademískir starfsmenn háskólanna ganga undir sama hæfnismat við ráðningu í störf og búa við sama stigakerfi til mælingar á árangri í starfi, en á síðustu árum hafi síðarnefndi hópurinn dregist verulega aftur úr prófessorum í launum. Krafan er sú að akademískum starfsmönnum verði varpað í sömu launatöflu.

Þá fer félagið einnig fram á að laun annarra starfsmanna verði skoðuð, t.d. sérfræðinga, skrifstofustjóra, prófstjóra og annarra háskólamenntaðra starfsmanna innan félagsins sem ekki teljast akademískir starfsmenn, verði færð til samræmis til breytingar sem kunna að vera á launum akademískra starfsmanna.

Tímasetning verkfallanna engin tilviljun

Aðspurð segir Hjördís að vissulega geti akademískir starfsmenn við HÍ og HA gengið í Félag prófessora, en þeir muni samt sem áður fá lægri laun en prófessorar fyrir sama stigafjölda í matskerfi akademískra starfsmanna.

Ekki er búið að vísa kjaradeilu Félags háskólakennara við HÍ til ríkissáttasemjara en formlegur fundur fer þó fram í Karphúsinu í dag. 

Tímasetning verkfallsins er engin tilviljun, en vorprófin eru mikill álagstími og niðurstöður þeirra hafa úrslit um fjárveitingu skólanna, því þeir fá greitt miðað við þreyttar einingar þeirra nemenda sem ljúka prófi.

Í dag hafa tæplega 3.400 sent öllum þingmönnum og ráðamönnum þjóðarinnar skilaboð í gegnum vefsíðu á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og hvatt þá til að afstýra verkfalli.

Komi til verkfalls, verður þá á lögbundnum prófatíma skólanna.
Komi til verkfalls, verður þá á lögbundnum prófatíma skólanna. Ernir Eyjólfsson
122 félagsmenn eru í Félagi háskólakennara á Akureyri.
122 félagsmenn eru í Félagi háskólakennara á Akureyri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert