„Erum að mótmæla fréttamennskunni“

Egill Arnarson, flokkstjóri hjá Reykjavíkurborg, segist ekki átta sig á því hvað mönnum gekk til þegar þeir ásökuðu menn í sínum flokki um að reyna að brjótast inn í hús. Ekkert óeðlilegt hafi verið við það hvernig hans menn fóru að og nauðsynlegt sé að borgarbúar geti treyst sorphirðufólki.

Allir sorphirðubílar Reykjavíkurborgar tóku þátt í mótmælunum fyrir utan 365 miðla í morgun vegna fréttar sem birtist á vísi.is í gær um að sorphirðumenn hefðu reynt að brjótast inn í hús við störf sín. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, hefur beðist afsökunar á fréttaflutningnum.

mbl.is ræddi við Egil og Guðrúnu Magneu Guðmundsdóttur skipuleggjanda mótmælanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert