Spyr um kostnað vegna Hörpu

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Gúndi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskar eftir yfirliti um byggingarkostnað við Hörpu og tengd mannvirki á núverandi verðlagi eftir að ríkisvaldið og Reykjavíkurborg tóku við verkefninu í ársbyrjun 2009.

Á fundi borgarráðs í dag lagði hann fram fyrirspurn þess efnis.

Hann óskar jafnframt eftir sundurliðuðum upplýsingum um áfallinn kostnað, svo sem vegna lóðakaupa, jarðvinnu, sjófyllingar, byggingar, glerhjúps, gatnatenginga, torggerðar, lóðafrágangs, bílastæðahúss og svo framvegis.

Þá er óskað eftir sundurliðuðu yfirliti yfir kostnað við þær framkvæmdir sem fram hafa farið vegna viðhalds hússins og hugsanlegra byggingargalla.

mbl.is