Bankinn ekki sett íbúum afarkosti

Skuldir öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar nema 187 milljónum.
Skuldir öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar nema 187 milljónum. mbl.is/Golli

Íslandsbanki hefur með engu móti sett íbúum öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar né forsvarsmönnum hennar afarkosti, enda er félagið ekki í vanskilum við bankann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum.

Vegna frétta um málefni öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar í Hafnarfirði vill Íslandsbanki árétta eftirfarandi:

„Bankinn tjáir sig almennt ekki um málefni einstakra viðskiptavina en í ljósi framsetningar í  fréttum um málið hefur Öldrunarmiðstöðin Höfn veitt bankanum leyfi til að koma eftirfarandi  upplýsingum á framfæri.

Íslandsbanki hefur með engu móti sett íbúum Hafnar né forsvarsmönnum öldrunarmiðstöðvarinnar afarkosti eins og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum, enda er félagið ekki í vanskilum við bankann.

Öldrunarmiðstöðin  Höfn leitaði til Íslandsbanka um aðstoð vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við og hefur aðkoma bankans að málinu því fyrst og fremst  tengst mögulegum lausnum á fjárhagsvanda þess.  Í því felst meðal annars að Íslandsbanki hefur veitt félaginu vilyrði fyrir því að aðstoða við fjármögnun mögulegrar lánveitingar þess til íbúa Hafnar ef á þarf að halda.“

Fréttir mbl.is:

Þurfa að reiða fram milljónir

Harmi slegnir íbúar

mbl.is