Hlaupið um kindaslóða og yfir móa

Hlaupið í íslenskri náttúru.
Hlaupið í íslenskri náttúru. mbl.is

Náttúruhlaup er  nýr valkostur fyrir hlaupara, þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir, utan gatnakerfisins. Hlaupið er á stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, sem leið liggur í íslenskri náttúru.

Kynning á náttúruhlaupi verður á morgun, þriðjudaginn 15. apríl, kl. 20. Birkir Már Kristinsson og Bryndís Ernstdóttir, þaulreyndir náttúruhlauparar, fara yfir það helsta sem skiptir máli í vel heppnuðu náttúruhlaupi,

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hlaupastíl en hefðbundið götuhlaup, segir í fréttatilkynningu um málið.  

„Alltaf er gætt að umgengni um landið og eingöngu valdar leiðir sem þola álag. Náttúruhlaup er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis er náttúruhlaup (e. trail running) orðið gífurlega vinsælt og hérlendis eru alltaf fleiri og fleiri hlauparar að uppgötva kosti þess.“

Sjá nánar á vefsíðunni Náttúrhlaup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert