Dæmdur fyrir að myrða Kristján

Jermaine Jackson
Jermaine Jackson

Dómstóll í bandarísku borginni Tulsa hefur dæmt tvítugan karlmann, Jermaine Jackson, í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta tvo karlmenn til bana 8. september 2012. Annar mannanna sem lést var Íslendingurinn Kristján Hinrik Þórsson en hann var þá átján ára. Hinn maðurinn sem lést var John White III, 37 ára.

Jackson bar við sjálfsvörn þegar hann gaf skýrslu í málinu en saksóknari sagði ekkert í málinu benda til þess að það væri möguleiki. Jackson hafi hleypt af byssu sinni eftir rifrildi við White. Báðir mennirnir hlutu skotsár á höfði.

Sjónarvottar sögðust við skýrslutökur hjá dómara hafa séð þá Jackson og White rífast á bílastæði fyrir utan QuikTrip. Í kjölfarið hafi Jackson dregið upp skammbyssu og skotið inn í bifreið þar sem þeir White og Kristján sátu. Jackson flúði svo af vettvangi.

NewsOn6.com - Tulsa, OK - News, Weather, Video and Sports - KOTV.com |

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert