Þjóðsagnaverur lifna við

Afurðir hermannaflugna, furðuverur úr fornbókmenntum, Íslandssagan dregin saman í einu korti og hugmyndir að hverfi í Úlfarsárdal er á meðal þess sem má sjá á útskriftarsýningu nemenda í hönnun, myndlist og arkitektúr í Listaháskólanum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu sem opnar í dag.

mbl.is leit á sýninguna og ræddi við Arngrím Jón Sigurðsson, útskriftarnema í myndlist, sem gerði verkefnið Duldýrasafnið: málverk unnin upp úr lýsingum í bókmenntum og sögum þjóðarinnar af furðuverum, vættum og dýrum. Þá er rætt við Sigríði Huldu Sigurðardóttur sem er að útskrifast úr grafískri hönnun og gerði lokaverkefni þar sem Íslandssagan er tekin saman í einu korti.

Sýningin þykir óvenju vel heppnuð í ár og óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert