Samfélagstenging og tyggjóklessur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Eins og svo oft áður fóru þingmenn um víðan völl við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um störf þingsins. Allt frá stríðsminjum í Öskjuhlíð, opnum verslunum á baráttudegi verkalýðsins og sumarfrí þingmanna til góðra verka ríkisstjórnarinnar og tyggjóklessa á gangstéttum.

Þannig stiklað sé á stóru má nefna að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kom upp í ræðustól og benti á að nú fari að styttast í þinglok, gríðarlegan fjölda mála eigi eftir að afgreiða og ekkert samkomulag sé í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þá séu verkföll og vinnustöðvanir boðaðar sem aldrei fyrr og fyrirtæki boði að þau séu á leið úr landi. „Það þarf að samfélagstengja þessa ríkisstjórn,“ sagði Bjarkey.

Þessu svaraði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, á þann veg að tíminn sé vissulega naumur en hann sé einnig nægur. Hann sagði einnig að þegar „skuldaleiðrétting“ ríkisstjórnarinnar sé gengin í gegn blasi við að afnema þurfi verðtryggingu af neytendalánum, nýjum sem gömlum.

Annar þingmaður, framsóknarmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson, kom inn á samfélagslega tengingu og sagði marga í þörf fyrir slíka tengingu, þar á meðal formaður BSRB. Vitnaði hann til ræðu formannsins í gær, í tilefni af baráttudegi verkalýðsins, og spurði á hvaða vegferð formaðurinn sé.

Ekkert aðhald í sumarfríi þingmanna

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, talaði einnig um 1. maí en út frá öðrum forsendum. Hún sagðist hafa keypt sér kaffi í gær og undrast hversu margar verslanir voru opnar. „Það var alls staðar opið.“ Hún sagði afgreiðslumanninn á kaffihúsinu hafa beðið um að þingheimur yrði látinn vita af því hversu margir séu að vinna á þessum degi.

Jafnframt sagðist Birgitta vera til í að halda sumarþing því brátt fari þingmenn í „alltof langt frí.“ Hún sagði þingheim ekki geta veitt ríkisstjórninni neitt aðhald í um fjóra mánuði og það finnist henni óþægilegt. „Við höfum engin verkfæri til að veita framkvæmdavaldinu neitt aðhald. Það var fyrrverandi forsætisráðherra nokkur sem hafði það á stefnu inni að hafa þingið sem lengst frá í fríi svo að ríkisstjórn hans gæti gert það sem hún vildi.“

Jákvæðir þingmenn Sjálfstæðisflokks

Þá var komið að þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Fyrstur steig í ræðustól Ásmundur Friðriksson og hóf að fara yfir þau verk sem ríkisstjórnin hafi framkvæmt frá hausti. Nefndi hann hallalaus fjárlög, skattalækkanir, lækkað tryggingagjald og að auðlegðarskattur hefði ekki verið endurnýjaður. Þá hafi veiðigjöld á sjávarútveginn verið lækkuð. Einnig hafi skerðing bóta verið tekin af og frítekjumark hækkað. „Það er margt jákvætt að gerast.“

Vilhjálmur Árnason tók undir með Ásmundi og hélt áfram upptalningunni. „Það er margt jákvætt að gerast og það er nauðsynlegt að það heyrist. Það þarf að tala kjark í þessa þjóð.“ Hann sagði meðal annars að störfum hafa verið fjölgað verulega.

Þá sagði Vilhjálmur að góður bragur hafi verið á þeim málum sem séu til meðferðar í nefndum þingsins. Hins vegar hafi þau ekki fengið hraðan og góðan framgang, aðallega vegna þess að mál séu tafin í fyrstu umræðu.

Næst hélt ræðu Unnur Brá Konráðsdóttir og var jákvæð eins og aðrir ræðumenn Sjálfstæðisflokksins. „Sól fer hækkandi á lofti og við förum öll að verða bjartsýn.“ Hún sagði rétt að benda á að síðan núverandi ríkisstjórn tók við sé búið að ná betri tökum á ríkisrekstrinum, þannig séu fjárlög hallalaus og verði vonandi áfram út kjörtímabilið. 

Hún sagði einnig að kaupmáttur launa hefði vaxið á síðustu tólf mánuðum og það sé eitthvað sem veki athygli og beri að fagna. Þá hafi skattar á 90% launþega verið lækkaðir. Það sé gott skref og fjarri þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn viðhafði. „En við þurfum að stíga stærri skref á næstu misserum.“

Síðasti þingmaður Sjálfstæðisflokks sem tók til máls var Valgerður Gunnarsdóttir. Hún fagnaði úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og að framkvæmdir muni geta hafist við kísilmálmverksmiðju í Helguvík næstkomandi haust.

Að lokum sagðist Valgerður vilja koma inn á ákveðið mál sem hún hefur áhyggjur af, nefnilega tyggjóklessum á gagnstéttum og götum. Hún sagði þetta sóðaskap og að fuglar plokki gjarnan í tyggjóið með þeim afleiðingum að það festist í innyflum þeirra og valdi hægum og kvalafullum dauðdaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...