Íbúar á Djúpavogi skora á Alþingi

Djúpivogur.
Djúpivogur. mbl.is/Golli

Íbúar Djúpavogshrepps hafa sett fram undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lokunar Vísis hf. á Djúpavogi. Í áskoruninni er farið fram á að tryggð verði byggð og treyst á Djúpavogi til framtíðar.

Þetta kemur fram á vefsvæði Djúpavogshrepps. Þar segir að undirskriftarlistarnir munu liggja fyrir til sunnudags á tilteknum stöðum í bænum. „Aðstandendur listans vilja hvetja íbúa til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum með undirskrift vegna þess vanda sem nú steðjar að.“

Texti undirskriftalista er svohljóðandi:

„Áskorun til Alþingis Íslendinga


Forsætisráðherra 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Við íbúar í Djúpavogshreppi skorum á ríkisstjórn Íslands og hið háttvirta Alþingi að vinna í anda laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða með því að tryggja og treysta byggð á Djúpavogi til framtíðar vegna yfirvofandi lokunar Vísis hf á Djúpavogi.

Í 1. grein laga um stjórn fiskveiða segir eftirfarandi: 
"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert