Sektuð fyrir utanvegaakstur

Mynd úr safni frá Námaskarði í Mývatnssveit
Mynd úr safni frá Námaskarði í Mývatnssveit mbl.is/Rax

Lögreglan á Húsavík yfirheyrði og sektaði erlenda ferðamenn sem óku á breyttum bílaleigujeppa talsverða leið utanvega í Mývatnssveit í gær. Upp komst um utanvegaaksturinn þegar björgunarsveitin var kölluð til að bjarga fólkinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni óskaði fólkið eftir aðstoð þegar það hafði misst annað framdekk jeppans ofan í sprungu en fólkið hafði ekið utanvega á svæðinu frá Lúdent að hveraröndinni í Námaskarði. Talsverður snjór er á veginum á þessum slóðum og hafði fólkið því ákveðið að keyra utanvega. Ferðalagið endaði hins vegar með því að þau misstu annað framdekkið ofan í sprungu og segir lögreglan mestu mildi að ekki fór verr.

Vegagerðin

mbl.is