Ógnar 500 flugferðum

Veðrið lék við erlenda ferðamenn í Reykjavík í gær. Boðuð …
Veðrið lék við erlenda ferðamenn í Reykjavík í gær. Boðuð verkföll í fluginu setja fyrirhugað metsumar í ferðaþjónustu í uppnám. mbl.is/Ómar Óskarsson

Yfir 500 flugferðir sem tugþúsundir íslenskra og erlendra ferðamanna eiga bókaðar eru í uppnámi ef flugmenn hjá Icelandair leggja niður störf í nokkrum lotum á næstu vikum.

Það gæti svo sett flug til og frá landinu enn frekar úr skorðum að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hafa boðað verkfall og yfirvinnubann.

Icelandair hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna verkfallsins. Fyrsta áætlun hljóðaði upp á 1,5-1,7 milljarða og varar félagið við því að talan geti orðið hærri. Þarf félagið m.a. að greiða bætur til fjölda farþega.

Í umfjöllun um kjaradeilu flugmanna í Morgunblaðinu í dag segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, það trúnaðarmál hversu margir farþegar hefðu flogið með félaginu vegna þess að þeir komust ekki leiðar sinnar með Icelandair.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »