Liðsheild eftirlitsins efld í Marokkó

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stærstur hluti starfsmanna Samkeppniseftirlitsins fór ásamt mökum á ráðstefnu í Marokkó. Forstjóri segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að auka þekkingu starfsmanna samhliða því að bæta liðsheild þeirra.

Ráðstefnan var á vegum International Competition Network í Marokkó 24.-26. apríl. ICN eru alþjóðleg samtök samkeppnisyfirvalda. Fram kemur í minnisblaði frá eftirlitinu að 2,5 milljónir króna hafi verið lagðar í ferðina af fjármunum sem það hefur áætlað til símenntunar og erlends samstarfs á rekstraráætlun 2014. Þá lagði starfsmannafélagið til 1,3 milljónir króna til ferðarinnar.

Fram kemur í minnisblaðinu að ferðakostnaður hafi ekki verið greiddur fyrir maka. Aðspurður segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, að ferðin hafi verið farin í því skyni að efla liðsheild og auka þekkingu starfsmanna og ekki hafi verið um árshátíðarferð að ræða. „Við ráðstöfuðum fjármunum í þetta sem árlega fara í símenntun og til erlends samstarfs. Þá notaði starfsmannafélagið styrk sem starfsmenn leggja til, auk styrks sem Samkeppniseftirlitið veitir starfsmannafélaginu árlega til liðsheildarmála eins og árshátíð er dæmi um,“ segir Páll. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »