Telja heiminn betri með konur í meirihluta

Á Íslandi taldi rúmlega 31% þeirra sem svöruðu könnuninni að …
Á Íslandi taldi rúmlega 31% þeirra sem svöruðu könnuninni að heimurinn væri betri staður ef konur væru í meirihluta í stjórnmálum. Ómar Óskarsson

Meiri en þriðjungur þeirra sem svöruðu könnun Win/Alþjóðlegu Gallupsamtakanna telja að heimurinn væri betri staður ef meirihluti stjórnmálamanna væri konur, eða 34%. 17% telja að hann væri verri og 41% taldi að hann væri ekki öðruvísi.

Á Íslandi taldi rúmlega 31% þeirra sem svöruðu könnuninni að heimurinn væri betri staður ef konur væru í meirihluta í stjórnmálum. 6% töldu að heimurinn væri verri staður, en nær 48% töldu að heimurinn væri ekki öðruvísi.

Það viðhorf að heimurinn væri verri ef meirihluti stjórnmálamanna voru konur er algengast í Mið-Austurlöndum og í Norður-Afríku.

Afganistan er það land sem kemst næst því að vera með jafnt hlutfall milli þeirra sem telja að heimurinn væri betri staður og þeirra sem telja að hann væri verri staður, ef meirihluti stjórnmálamanna væri konur (1% munur).

Það viðhorf að heimurinn væri betri ef meirihluti stjórnmálamanna væri konur er algengast í Kólumbíu, 62%. 

mbl.is