Skjálfti upp 3,7 stig í Vatnajökli

Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 mældist 11,1 km austnorðaustur af Bárðarbungu klukkan 14.41 í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, sá stærsti 2,3 en upptök hans voru 11,3 km SSV af Kistufelli, en jarðskjálftahrinan hófst á svæðinu snemma í morgun.

Á vefsvæði Veðurstofu Íslands má sjá að jarðskjálfti upp á 1,9 og 2,4 mældust með innan við mínútu milli bili klukkan 8.35 í morgun. Upptök beggja skjálfta voru 7,9 km ANA af Bárðarbungu.

Frá þeim tíma hafa á þriðja tug jarðskjálfta meira en eitt stig mælst á svæðinu. Flestir voru á bilinu 1,4 til 1,8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert