Kallar á endurskoðun á lögum

Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins á Djúpavogi, …
Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík til Grindavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sú ákvörðun stjórnenda Vísis hf. að loka starfsstöðvum fyrirtækisins á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík er þess eðlis að taka verður málið inn í myndina við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

„Það er alveg ljóst að svona nokkuð verður að skoða í tengslum við lagabreytingar. Það gengur ekki að ráðstöfun fyrirtækis verði til þess að byggðarlag missi skyndilega aðgang sinn að lífsbjörginni, það er því sem íbúarnir hafa byggt allt sitt á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Viðsjár eru á Húsavík vegna Vísismálsins. Verið er að loka fiskvinnslu fyrirtækisins í bænum, en með því missa 60 manns vinnuna. Fjörutíu úr þeim hópi ætla að fylgja fyrirtækinu og þiggja boð um vinnu í Grindavík þar sem öll starfsemi Vísis verður. Heimamenn reifuðu sín viðhorf við forsætisráðherra, sem var nyrðra í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »