„Þjóðarsátt“ um nýjan Landspítala

Svona gæti hluti nýs Landspítala litið út.
Svona gæti hluti nýs Landspítala litið út. Tölvumynd/SPÍTAL

„Þessi ályktun hefur mjög mikla þýðingu. Þetta er samþykkt og vilji Alþingis sem þarna kemur fram, 56 þingmenn samþykktu tillöguna og sjö voru fjarverandi eða með fjarvist,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsálykunartillögu um byggingu nýs Landspítala. 

Hann segir „þjóðarsátt“ vera að skapast í málinu.

„Í greinargerð þingsályktunartillögunnar frá í vetur eru nefndir þrír möguleikar við fjármögnun verkefnisins,“ segir Kristján. „Í fyrsta lagi hefðbundin fjármögnun ríkisframkvæmda, í öðru lagi að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina með lántöku og í þriðja lagi fjármögnun með sérstakri tekjuöflun, t.d. með sölu ríkiseigna,“ segir hann.

Sjálfur sér Kristján fyrir sér blandaða leið við fjármögnunina, sala ríkiseigna greiði fyrir hluta kostnaðar, hinn hlutinn verði tekinn að láni hjá „sneisafullum lífeyrissjóðum“. Hann horfir t.d. til hlutar ríkisins í Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka í þessu efni.

Fram kom í samtali Morgunblaðsins við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag að hann telji að hægt sé að hefja framkvæmdir, enda hafi skipulagið verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar. Telur Páll raunhæft að nýr spítali verði opnaður 2020.

Ljúki undirbúningi eins fljótt og verða má

Alþingi samþykkti tillöguna með breytingum og áliti velferðarnefndar á föstudaginn var. Orðrétt segir í tillögunni:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu “

Kristján lagði tillöguna fram í október sl. Hann segir hið einróma samþykki Alþingis á tillögunni hafa mikla þýðingu fyrir verkefnið. „Samþykkt Alþingis er risastórt skref í átt að því að mynda þjóðarsátt um þetta mikilvæga verkefni,“ segir Kristján.

Þótt velferðarnefnd hafi lítilega breytt orðalaginu skiptir það ekki máli. Greinargerðin sem slík er fullgild. Þar er rætt um hina ýmsa möguleika sem að mínu mati - og að okkar mati sem fluttum tillöguna - er vert að skoða og fara í gegnum til þess að kanna hvort hægt sé að finna fjármögnunarleið sem allir geta sætt sig við.

Ég hef verið þeirrar skoðunar og hef styrkst í því í vetur við frekari skoðun málsins,“ segir Kristján sem leggur áherslu á að framkvæmdin taki 4-5 ár.

Því sé um að ræða að jafnaði um 10 milljarða kostnað fyrir ríkissjóð á ári af byggingu spítalans á framkvæmdatímanum.

Hér er hægt að lesa um feril málsins á vef Alþingis.

Kristján Möller.
Kristján Möller. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Aldrei fóru fleiri vestur

20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...