„Þjóðarsátt“ um nýjan Landspítala

Svona gæti hluti nýs Landspítala litið út.
Svona gæti hluti nýs Landspítala litið út. Tölvumynd/SPÍTAL

„Þessi ályktun hefur mjög mikla þýðingu. Þetta er samþykkt og vilji Alþingis sem þarna kemur fram, 56 þingmenn samþykktu tillöguna og sjö voru fjarverandi eða með fjarvist,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsálykunartillögu um byggingu nýs Landspítala. 

Hann segir „þjóðarsátt“ vera að skapast í málinu.

„Í greinargerð þingsályktunartillögunnar frá í vetur eru nefndir þrír möguleikar við fjármögnun verkefnisins,“ segir Kristján. „Í fyrsta lagi hefðbundin fjármögnun ríkisframkvæmda, í öðru lagi að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina með lántöku og í þriðja lagi fjármögnun með sérstakri tekjuöflun, t.d. með sölu ríkiseigna,“ segir hann.

Sjálfur sér Kristján fyrir sér blandaða leið við fjármögnunina, sala ríkiseigna greiði fyrir hluta kostnaðar, hinn hlutinn verði tekinn að láni hjá „sneisafullum lífeyrissjóðum“. Hann horfir t.d. til hlutar ríkisins í Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka í þessu efni.

Fram kom í samtali Morgunblaðsins við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag að hann telji að hægt sé að hefja framkvæmdir, enda hafi skipulagið verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar. Telur Páll raunhæft að nýr spítali verði opnaður 2020.

Ljúki undirbúningi eins fljótt og verða má

Alþingi samþykkti tillöguna með breytingum og áliti velferðarnefndar á föstudaginn var. Orðrétt segir í tillögunni:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu “

Kristján lagði tillöguna fram í október sl. Hann segir hið einróma samþykki Alþingis á tillögunni hafa mikla þýðingu fyrir verkefnið. „Samþykkt Alþingis er risastórt skref í átt að því að mynda þjóðarsátt um þetta mikilvæga verkefni,“ segir Kristján.

Þótt velferðarnefnd hafi lítilega breytt orðalaginu skiptir það ekki máli. Greinargerðin sem slík er fullgild. Þar er rætt um hina ýmsa möguleika sem að mínu mati - og að okkar mati sem fluttum tillöguna - er vert að skoða og fara í gegnum til þess að kanna hvort hægt sé að finna fjármögnunarleið sem allir geta sætt sig við.

Ég hef verið þeirrar skoðunar og hef styrkst í því í vetur við frekari skoðun málsins,“ segir Kristján sem leggur áherslu á að framkvæmdin taki 4-5 ár.

Því sé um að ræða að jafnaði um 10 milljarða kostnað fyrir ríkissjóð á ári af byggingu spítalans á framkvæmdatímanum.

Hér er hægt að lesa um feril málsins á vef Alþingis.

Kristján Möller.
Kristján Möller. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Framkvæmdir við Hamraneslínu hefjast brátt

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veiti Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...