100 flugferðir í uppnámi

mbl.is/Boeing

Alls 86 flugferðir hafa verið felldar niður hjá Icelandair vegna verkfallsaðgerða flugmanna og herma heimildir Morgunblaðsins að hætta sé á að yfir 100 ferðir í viðbót falli niður fyrir mánaðamót. Er þá ónefnt að tugum ferða hefur seinkað.

Þrettán flugferðir voru felldar niður síðustu tvo daga vegna yfirvinnubanns flugfreyja og vegna þess að flugmenn neita að vinna yfirvinnu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, telur ólíklegt að flugmenn Icelandair muni vinna yfirvinnu þar til frestur viðsemjenda í kjaradeilu flugmanna og Icelandair rennur út 1. júní.

Flugfreyjur hjá Icelandair áforma að leggja niður störf í 18 klst. 27. maí og myndi það verkfall ógna 30-40 flugferðum til viðbótar við aðra röskun. Alls gætu því yfir 200 flugferðir fallið niður vegna aðgerðanna. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, fulltrúa Icelandair lítið hafa viljað ræða við flugfreyjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina