GoPro-skot sýna flug eldflaugarinnar

Eldflauginni var skotið upp á fimmtudaginn í síðustu viku
Eldflauginni var skotið upp á fimmtudaginn í síðustu viku Kristinn Ingvarsson

Seinasta fimmtudag skaut hóp­ur meist­ara­nema í verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík eldflaugum á loft á Mýr­dalss­andi. Samkvæmt Ívari Kristinssyni, meist­ara­nema í HR, sem er einn af þeim sem unnu að smíði eld­flaug­ar­inn­ar, varð þetta verkefni til sem hugmynd frá listamönnum frá New York og Púertó Ríkó.

„Þeir hafa áhuga á að senda rakettu upp til að mynda norður­ljós­in inn­an frá á leiðinni niður,“ sagði Ívar í samtali við mbl.is áður en eldflaugunum var skotið upp.

Eins og mbl.is greindi frá voru bæði GoPro-mynda­vél­ar og snjallsími tengd við eldflaug­ina og var hægt að fylgj­ast með skot­inu í beinni út­send­ingu á vefn­um. 

Nú er komið myndband á Youtube sem sýnir hvað GoPro-vélarnar tóku upp. 

„Myndbandið sýnir frá skoti númer tvö. Þar sést frá undirbúningnum, bæði í tjaldinu á Mýrdalssandi og hérna í skólanum, og skotið sjálft. Síðan koma þessi tvö GoPro-skot,“ segir Ívar um innihald myndbandsins. „Þau komu frá myndavélunum á eldflauginni. Annað þeirra er tekur niður með flauginni og hitt beint út úr hliðinni á henni. Það er svolítið gaman að sjá þetta á svona tvo mismunandi vegu.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Skjóta eld­flaug af Mýr­dalss­andi“

„Eldflaugaskot í beinni“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert