Samningar að nást hjá sjúkraliðum

Verkfall sjúkraliða hófst klukkan átta í morgun.
Verkfall sjúkraliða hófst klukkan átta í morgun. mbl.is/Golli

Sjúkraliðar eru bjartsýnir á að samningar náist í dag en verkfall sjúkra­liða og fé­lags­manna í SFR hófst klukkan átta í morgun. Verið er að fínpússa samninginn að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Félags sjúkraliða.

„Við erum að reyna að vinna mjög hratt,“ segir hún. Sjúkraliðar mæta þá aftur til vinnu í dag og verkfallinu yrði frestað þar til félagsmenn hafa tekið afstöðu til samningsins. 

Fund­ur hef­ur staðið yfir í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara síðan klukk­an 9 í gær­morg­un.

300 sjúkra­liðar í Sjúkra­liðafé­lagi Íslands ásamt um 150 starfs­mönn­um hjá SFR lögðu niður störf í morgun. Þau fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem verk­fallið nær til eru: Ás Hvera­gerði, Dal­bær, Eir, Grund, Hlévang­ur, HNLFÍ, Horn­brekka, Hrafn­ista Reykja­vík, Hrafn­ista Hafn­ar­f­irði, Hrafn­ista í Kópa­vogi, Hrafn­ista Reykja­nesi, Kumb­ara­vog­ur, Lund­ur, Mörk, SÁÁ, Sjálfs­bjarg­ar­heim­ilið, Skjól, Skóg­ar­bær, Sól­tún og Sunnu­hlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert