Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum

AFP

Hætt verður fréttaskrifum á vefsíðunni Evrópuvaktinni sem og ritun leiðara frá deginum í dag samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum síðunnar. Vefsíðunni hefur verið haldið úti frá því í apríl 2010 af þeim Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

„Nú mun Evrópuvaktin breyta um áherslur við miðlun efnis. Verður daglegum fréttaskrifum hætt og einnig ritun leiðara. Hins vegar verður áfram birt efni í dálkunum Stjórnmálavaktinni og Pottinum auk Pistla. Áfram verður tekið á móti aðsendum pistlum. Evrópuvaktin hvetur þúsundir lesenda sinna til að fylgjast áfram með nýju efni á síðunni. Þá verður efnið sem birst hefur til þessa áfram aðgengilegt á síðunni evropuvaktin.is,“ segir ennfremur.

Þá kemur fram að þótt umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið hafi ekki verið dregin til baka blasi við að ekki verði haldið áfram með umsóknarferlið nema málið verði lagt í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það sjónarmið hafi allir flokkar lýst stuðningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert