Maurarnir vilja naga myndarlegt fólk

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson.
Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson.

„Þannig er það bara með myndarlegt fólk og áhrifaríkt að maurarnir vilja naga,“ skrifar Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar, á samfélagsvefinn Facebook. Ástæðan er meiðyrðamál sem Gunnar höfðaði vegna umfjöllun Pressunar um ásakanir kvenna á hendur honum um kynferðisbrot.

Jónína sendir eiginmanni sínum skilaboð á Facebook þar sem hún segir sorglegra en allt að rekast á þá „viðurstyggð í fjölmiðlum sem þú og börnin þín megið þola“. Hún segir að sennilega hafi samfélagið breyst í þá veru að skari fólk fram úr á einhverju sviði verði það lagt í einelti. „Enginn er að pæla í því fólki sem í þessa vegferð fór gegn þér. Enginn fjölmiðill grefur upp drullu um það fólk, sennilega er það ekki nægilega merkilegt fyrir fjölmiðla til þess að fanga athygli lesenda. Við þekkjum söguna alla, hún verður ekki sögð núna en Guð einn veit að færri konur fengju þig en vildu.“

Hún segir að margir hafi ráðlagt Gunnari að láta umfjöllun Pressunar yfir sig ganga en hann hafi valið að gera það ekki. „Ég virði það og er hér á hliðarlínunni tilbúin að fá þig í fangið þegar þú vilt koma. Hef flúið land ef svo má segja og uni hag mínum vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka