Kanna nýjar lendur veraldarinnar í safninu á Húsavík

Örlygur Hnefill Örlygsson á safninu The Exploration Museum Húsavík sem …
Örlygur Hnefill Örlygsson á safninu The Exploration Museum Húsavík sem verður opnað í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Maðurinn þarf alltaf að kanna ókunnar slóðir og nema lönd. Það býr bókstaflega í eðli okkar. Mér finnst því mjög gaman að gera þessari könnun skil með sýningu.“

Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, stofnandi og safnstjóri The Exploration Museum sem verður opnað á Húsavík í dag, laugardag. Forseti Íslands og ráðherrar verða meðal gesta við opnunina.

Könnunarsafn gæti verið lausleg þýðing á heiti safnsins, þar sem brugðið er ljósi á sögu geimferða, kapphlaupið á pólana og leiðangra norrænna víkinga fyrir þúsund árum eða svo. Upphaf þessa verkefnis er að árið 2011 stóð Örlygur Hnefill að sýningunni Geimfarar í Þingeyjarsýslu. Þar voru uppi ýmsar myndir og munir sem tengjast æfingaferðum geimfaraefna NASA hingað til lands í aðdraganda Appolo-ferðanna til tunglsins frá 1969 og næstu ár þar á eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert