Nýr frisbígolfvöllur í Mosfellsbæ

Steindi Jr. stefnir að því að eiga vallarmetið á nýja ...
Steindi Jr. stefnir að því að eiga vallarmetið á nýja frísbígolfvellinum í Mosó. Ljósmynd/Raggi Óla

Nýr níu holu frisbígolfvöllur hefur verið settur upp í Ævintýragarðinum í Mosfellsbæ. Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska.

Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Mosfellingi.

„Eftir að völlurinn á Klambratúni opnaði hefur orðið algjör sprenging í íþróttinni,“ segir Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolfsambandsins. Uppsetning á vellinum hefur staðið yfir síðustu daga og lauk í dag. Ævintýragarðurinn er í Ullarnesbrekkum skammt frá íþróttahúsinu að Varmá.  

„Það er löngu kominn tími á folfvöll hérna í Mosó enda stækkandi sport. Helsti munurinn á golfi og folfi er í rauninni sá að þú þarft ekki að vera klæddur eins og fáviti í folfi,“ segir Mosfellingurinn Steindi Jr. sem er forfallinn folfari eins og hann kallar það. Í blaðinu kemur einnig fram að Steindi stefni að því að eiga vallarmetið á nýja vellinum í Mosó.

mbl.is