10. bekkingar kynntu mannréttindamyndband

Nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla lásu upp áskorun til …
Nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla lásu upp áskorun til stjórnvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla frumsýndu í dag glænýtt tónlistarmyndband um fátækt, og raunveruleika barna sem alast upp við skort. Lagið var verkefni sem nemendurnir unnu með Barnaheill - Save the children. 

Á kynningunni í dag var einnig lesin upp áskorun til stjórnvalda um að virða mannréttindi barna og berjast gegn barnafátækt. Í áskoruninni segir að 12 þúsund börn á Íslandi eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þessar aðstæður komi í veg fyrir að börn njóti réttinda sinna. Nemendurnir og Barnaheill skora m.a. á stjórnvöld að tryggja viðunandi framfærslu fyrir allar barnafjölskyldur og tryggja gjaldfrjálsa gæðamenntun fyrir öll börn og styrkja leikskólamenntun fyrir ung börn. 

Þá segir einnig í áskoruninni að undanfarin ár hafi verið mikill niðurskurður á þjónustu við börn. Það hafi bitnað mest á þeim börnum sem síst skyldi. Mynda verði þjóðarsátt um að útrýma fátækt og tryggja þannig að öll börn geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. 

Hér má sjá tónlistarmyndband nemendanna í 10. bekk í Austurbæjarskóla

mbl.is

Bloggað um fréttina