Annie Mist fékk höfðinglegar móttökur

Annie Mist Þórisdóttir, okkar fremsti CrossFittari, fékk höfðinglegar móttökur þegar hún sneri aftur heim til Íslands síðdegis í dag eftir frækinn sigur á Evrópumótinu í CrossFit, sem fram fór í Danmörku um miðjan maímánuð.

Tekið var vel á móti henni í CrossFit Reykjavík en Annie Mist er einmitt einn af eigendum stöðvarinnar. Að sögn Hrannar Svansdóttur, framkvæmdastjóra CrossFit Reykjavík, var byrjað á æfingu dagsins, sem Annie Mist stýrði, og síðan var grillað ofan í mannskapinn.

Íslend­ing­ar stóðu sig frá­bær­lega á Evr­ópu­mót­inu en bæði varð Annie Mist Evr­ópu­meist­ari í ein­stak­lingskeppni kvenna og þá fór Cross­Fit­Sport með sig­ur af hólmi í liðakeppni. 

Það þýðir að Annie Mist mun keppa á heims­leik­un­um sem verða haldn­ir í Kali­forn­íu í lok júlímánaðar og eins þau Þuríður Erla Helga­dótt­ir, Fríða Dröfn Amm­endrup, Ing­unn Lúðvíks­dótt­ir, Davíð Björns­son, James William Gould­en og Daði Hrafn Svein­bjarn­ar­son, en þau skipuðu sigurlið Cross­Fit­Sport.

Það voru fleiri Íslend­ing­ar sem gerðu það gott í keppn­inni í ár en Björk Óðins­dótt­ir, sem keppti fyr­ir sænska Cross­Fit stöð, hafnaði í öðru sæti í kvenna­flokki á eft­ir Annie Mist. Björg­vin Karl Guðmunds­son var síðan í þriðja sæti í karla­flokki en hann keppn­ir fyr­ir Cross­Fit Heng­ill í Hvera­gerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert