Ekkert var uppfyllt

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og aðstoðarmenn hans í Héraðsdómi ...
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og aðstoðarmenn hans í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í BK-44-málinu. Þórður Arnar Þórðarson

Engin lánabeiðni var útbúin, engar tryggingar lágu fyrir, ekki var samið um lánakjör, ekkert mat gert á áhættu eða endurgreiðslugetu og tilgangur lánsins lá ekki fyrir. Glitnir gat aðeins tapað. Þetta sagði sérstakur saksóknari vegna lánveitingar til BK-44 og uppgjörs á viðskiptum við sama félag.

Aðalmeðferð í BK-44 málinu hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og hófst þá munnlegur málflutningur. Eins og komið hefur fram eru fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis ákærðir fyrir 3,8 milljarða króna lánveitingu til eignarhaldsfélagsins BK-44 í nóvember 2007 og fyrir uppgjörs vegna viðskipta félagsins með bréf í Glitni í júlí 2008.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði ljóst að ekki aðeins hafi Glitnir banki borið alla áhættu vegna viðskiptanna heldur bar hann allan kostnað við lánveitinguna til BK-44. Þannig að ekki aðeins hafi BK-44 fengið fulla fjármögnun við kaup á 150 milljón hlutum í Glitni heldur greiddi bankinn lántökukostnað og gríðarlegan vaxtakostnað sem af láninu hlaust. Og ofan í allt greiddi Glitnir 50 milljónir króna í arð vegna eignar BK-44 í bankanum og 35 milljónir króna í hagnað þegar viðskiptin voru gerð upp. Tap bankans nam um tveimur milljörðum króna.

BK-44 var í eigu Birkis Kristinssonar sem á þessum tíma starfaði á einkabankasviði Glitnis banka. Hann er ákærður í málinu ásamt þeim Elmari Svavarssyni, sem var verðbréfamiðlari, Magnúsi Arnari Arngrímssyni, sem var framkvæmdastjóri á fyrirtækjasviði, og Jóhannesi Baldurssyni, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta. Þeim er gefið að sök umboðssvik og markaðsmisnotkun auk þess sem Birkir er sakaður um brot á lögum um ársreikninga.

Sérstakur saksóknari fer fram á að Birki, Elmari og Jóhannesi verði refsað með ekki vægari refsingu en fimm ára fangelsi og að Magnúsi verði ekki gerð vægari refsing en fjögurra ára fangelsi.

Kært bæði af FME og slitastjórn

Í málflutningsræðu sinni sagði hinn sérstaki saksóknari að í nóvember 2007 gerður hafi verið samningur við Birki um skaðleysi ef hann lánaði félag sitt til að geyma 150 milljón hluti í Glitni sem fjárfestingafélagið Gnúpur losaði stuttu áður. Samningurinn hafi kveðið á um að ekkert endurgjald kæmi frá Birki eða BK-44 og hann gæti ekki orðið fyrir tapi.

Bæði fjármálaeftirlitið og slitastjórn Glitnis kærðu viðskiptin til sérstaks saksóknara. Fjármálaeftirlitið kærði málið 10. nóvember 2011 og slitastjórnin 1. október 2012. Rannsókn sérstaks saksóknara hófst í lok nóvember 2011 með húsleitum og öflun rafrænna og skjallega gagna.

Málið var höfðað og hverfist það um kaup BK-44 á 150 milljón hlutum í Glitni banka, lánveitingu Glitnis til BK-44 vegna kaupanna, munnlegan samning um skaðleysi og uppgjör sem ekki aðeins tryggði BK-44 skaðleysi heldur einnig hagnað, þrátt fyrir mikla lækkun á virði bréfanna í bankanum og vaxtasöfnun lánsins.

Saksóknari sagði ekkert hafa verið sett á blað um þennan samning, enginn lánastjóri hafi komið að málinu, engin lánabeiðni útgefin, ekki hafi verið rætt um viðskiptin í áhættunefnd Glitnis eða lánanefndum, ekki gengið frá tryggingum, gjaldfærni BK-44 hafi ekki verið könnuð, ekki hafi verið farið eftir undirskriftarreglum, samningur hafi ekki verið skjalfestur og ekkert lá fyrir um sölurétt. Þrátt fyrir það nam hluturinn um einu prósenti af hlutum í bankanum og viðskiptin voru tilkynnt til Kauphallarinnar.

Bréfin voru keypt á genginu 25,2, sem var markaðsvirði, en seld á á 31,82 á þeim tíma sem markaðsvirði var 14,95. 

Staðfesti ólögmætið með endurgreiðslu

Saksóknari sagði einnig að ákærðu hefðu tekið verulega áhættu fyrir hönd bankans, þrátt fyrir að hafa ekki heimild til þess. Þeir hafi hins vegar verið í aðstöðu til framkvæma viðskiptin án þess að þau hafi verið samþykkt af þar til bærum aðilum innan bankans. Þeir hafi farið langt út fyrir heimildir sínar og skapað Glitni verulega hættu. Um hafi verið að ræða verulega háa lánsfjárhæð til félags sem ekki var með rekstur, í eigu starfsmanns bankans og án fullnægjandi trygginga.

Þá sagði hann að engin gögn hafi fundist um viðskiptin í fundargerðum lánanefnda eða áhættunefnd bankans, hvorki símtöl né tölvubréf. Þá kannist hvorki þáverandi forstjóri bankans eða framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs við málið. Ljóst sé hins vegar af þeim gögnum sem liggja fyrir að þessir fjórir starfsmenn hafi tekið ákvörðun um viðskiptin og fylgst með framgangi þeirra.

Hann sagði jafnframt staðfestingu á ólögmæti viðskiptanna þá staðreynd að Birkir greiddi slitastjórn Glitnis til baka arðinn og hagnaðinn af þeim, eftir að þess hafi verið krafist af honum. 

Ólafur sagði ljóst að þarna hafi verið um málamyndaviðskipti að ræða á þeim tíma sem Glitnir var að reyna losa sig við eigin bréf. Viðskiptin hafi verið í hæsta máta óeðlileg og engar forsendur til þeirra af hálfu bankans, enda hlaut hann að tapa á þeim.

Aðalmeðferðin heldur áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »