Þingeyskir framsóknarmenn ósáttir við ráðherra

Frá Húsavík
Frá Húsavík

 Framsóknarfélag Þingeyinga lýsir yfir verulegum vonbrigðum yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna brotthvarf Vísis frá Húsavík. Félagið krefst þess að ráðherra sjávarútvegsmála bregðist við þessu.

„Þann 28. mars síðastliðinn tilkynnti Vísir hf. bæjaryfirvöldum í Norðurþingi að fyrirtækið hugðist loka vinnslu sinni á Húsavík 1. maí. Jafnframt hugðist fyrirtækið loka vinnslum sínum á Djúpavogi og Þingeyri.

Vísir hf. bauðst til að flytja fólk hreppaflutningum til Grindavíkur þar sem stækka átti verksmiðju fyrirtækisins. Þeir sem það ekki þáðu var annað hvort vísað á atvinnuleysisbætur vegna hráefnisskorts í vinnslunni á Húsavík eða aðrir hófu vinnu við niðurrif á verksmiðjunni. Þetta er nú orðinn hlutur.

Sértækum kvóta hefur nú verið úthlutað á Djúpavogi og Þingeyri vegna brotthvarfs Vísis hf. enda hefur fyrirtækið nú ákveðið að hverfa ekki frá þessum stöðum að sinni. Hinsvegar hefur ríkisvaldið ekki brugðist við brotthvarfi Vísis hf. á Húsvík og lýsir Framsóknarfélag Þingeyinga verulegum vonbrigðum yfir aðgerðarleysinu. Félagið krefst þess að ráðherra sjávarútvegsmála bregðist við þessu enda hverfa tæplega 3000 aflaheimildir úr byggðlaginu og stuðlað að hnignun útgerðar á Húsavík,“ segir í ályktun sem Framsóknarfélag Þingeyinga sendir á fjölmiðla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert