Sjá merki um eldgos á Reykjaneshryggnum

Svæðið er um 400 til 500 kílómetra frá landi.
Svæðið er um 400 til 500 kílómetra frá landi.

„Við sjáum breytingar sem eru vísbending um að það hafi orðið gos samfara skjálftahrinu sem var þarna úti á 61. gráðu,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur og vísar í máli sínu til mælinga á jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg.

Ármann hefur að undanförnu farið yfir og borið saman gagnasafn um landslagið á hafsbotni svæðisins frá árinu 1994 og mælingum sem safnað var í fyrra haust. „Það var jarðskjálftahrina á þessu tímabili, einmitt á því svæði þar sem við sjáum breytingar í landslagi.“

Í frétt um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir Ármann niðurstöðuna nokkuð merkilega í ljósi þess að ekki er vitað um mörg eldgos á þessu svæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »