Afla frekari gagna hjá Eimskip

Samkeppniseftirlitið hefur lagt hald á mikið af gögnum í húsleitunum.
Samkeppniseftirlitið hefur lagt hald á mikið af gögnum í húsleitunum. mbl.is/Styrmir Kári

Samkeppniseftirlitið aflaði í gær frekari gagna hjá Eimskip og dótturfélögunum Eimskip Ísland og TVG-Zimsen á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur.

Aðgerðir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er liður í rann­sókn sem ætlað er að varpa ljósi á hvort vís­bend­ing­ar um ólög­mætt sam­ráð fyr­ir­tækj­anna og hugs­an­lega mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu eigi við rök að styðjast. Húsleitir voru framkvæmdar þann 10. september síðastliðinn.

Í hús­leit­inni í var leitað í hús­næði Eim­skips, Sam­skipa, TVG Zimsen, Land­flutn­inga og Jóna Tran­sport.

Gagnaöflunin sem nú um ræðir tengist beiðni Samkeppniseftirlitsins frá 10. september.

Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu kom í ljós við athugun á gögnunum sem aflað var í húsleitinni í september að viðbótargagnaöflunar vegna málsins væri þörf.

Rannsókn málsins er áfram ætlað að varpa ljósi á hvort vísbendingar um brot á samkeppnislögum eigi við rök að styðjast. Engin niðurstaða liggur fyrir í málinu, en rannsóknin stendur yfir.

Á þessu stigi getur eftirlitið ekki tjáð sig frekar um gang rannsóknarinnar.

Hús­leit­in er gerð vegna rann­sókn­ar á ætluðum brot­um á 10. og 11. gr. sam­keppn­islaga.

Sam­kvæmt 10. gr. sam­keppn­islaga eru all­ir samn­ing­ar og samþykkt­ir milli fyr­ir­tækja, hvort held­ur þær eru bind­andi eða leiðbein­andi, og sam­stillt­ar aðgerðir sem hafa að mark­miði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyr­ir sam­keppni, hún sé tak­mörkuð eða henni raskað eru bannaðar. Bann þetta tek­ur m.a. til samn­inga, samþykkta og sam­stilltra aðgerða sem:

  • a. áhrif hafa á verð, af­slætti, álagn­ingu eða önn­ur viðskipta­kjör með bein­um eða óbein­um hætti, 
  • b. tak­marka eða stýra fram­leiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjár­fest­ingu, 
  • c. skipta mörkuðum eða birgðalind­um, 
  • d. mis­muna viðskiptaaðilum með ólík­um skil­mál­um í sams kon­ar viðskipt­um og veikja þannig sam­keppn­is­stöðu þeirra, 
  • e. setja sem skil­yrði fyr­ir samn­inga­gerð að hinir viðsemj­end­urn­ir taki á sig viðbót­ar­skuld­bind­ing­ar sem tengj­ast ekki efni samn­ing­anna, hvorki í eðli sínu né sam­kvæmt viðskipta­venju.

Sam­kvæmt 11. gr lag­anna er.mis­notk­un eins eða fleiri fyr­ir­tækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. Mis­notk­un skv. 1. mgr. get­ur m.a. fal­ist í því að:

  • a. beint eða óbeint sé kraf­ist ósann­gjarns kaup- eða sölu­verðs eða aðrir ósann­gjarn­ir viðskipta­skil­mál­ar sett­ir, 
  • b. sett­ar séu tak­mark­an­ir á fram­leiðslu, markaði eða tækniþróun, neyt­end­um til tjóns, 
  • c. viðskiptaaðilum sé mis­munað með ólík­um skil­mál­um í sams kon­ar viðskipt­um og sam­keppn­is­staða þeirra þannig veikt, 
  • d. sett sé það skil­yrði fyr­ir samn­inga­gerð að hinir viðsemj­end­urn­ir taki á sig viðbót­ar­skuld­bind­ing­ar sem tengj­ast ekki efni samn­ing­anna, hvorki í eðli sínu né sam­kvæmt viðskipta­venju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert