„Hélt að það væri byrjaður jarðskjálfti“

Haglél, þrumur og eldingar gengu yfir Suðurland
Haglél, þrumur og eldingar gengu yfir Suðurland mbl.is/Eggert

„Ég hélt að það væri byrjaður jarðskjálfti,“ segir sumarhúsaeigandi í Flóanum í samtali við mbl.is, en skyndilegt óveður gekk yfir Suðurland núna um eftirmiðdaginn. Íbúar urðu margir hverjir skelkaðir við ósköpin, en þrumur, eldingar og haglél voru á svæðinu.

Rafmagn sló út í bústað hjóna í sveitinni. „Hér varð allt rafmagnslaust og var í töluverðan tíma, ég sá hins vegar enga tilkynningu frá Rarik um rafmagnsleysi þannig að mér þótti þetta heldur sérkennilegt. Maðurinn minn var utandyra þegar óveðrið brast á og var viss um að þetta væru þrumur og eldingar.“

Í ljós kom hins vegar að lekaliði hafði slegið út í bústaðnum og reyndist hægur leikur að að kippa hlutunum í lag í rafmagnstöflunni. Hjónin hyggjast dvelja dvelja í bústaðnum um hvítasunnuhelgina og sögðust vona að góð veðurspá yrði að veruleika.

„Við dveljum mikið hérna í sveitinni orðið, ég ætla bara rétt að vona að rætist úr þessari blíðu næstu daga.“

Frétt mbl.is: Eldingar og haglél

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert