Kallar Geir Haarde ræfil

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það verður seint sagt um Geir ræfilinn Haarde að hann hafi verið farsæll stjórnmálamaður,“ skrifaði Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, á bloggsíðu sína fyrr í kvöld og sagði að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis væri allt það sem hann telur sér og sínum til ágætis  dæmi um vond stjórnmál.

Björn Valur vísar í ræðu Aldo Musacchio, pró­fess­ors við Har­vard Bus­iness School, á morg­unverðar­fundi Norsk-ís­lenska viðskiptaráðsins á Hilt­on Nordica Hót­el í morg­un þar sem hann sagði kjörið að nýta þá reynslu og þekk­ingu sem Íslendingar hafa öðlast á sviði fjár­mála eft­ir hrun bank­anna haustið 2008 til að opna landið fyr­ir er­lend­um fjár­fest­um og gera það að alþjóðlegri fjár­mála­miðstöð.

Í tilefni þess rifjar Björn Valur upp ummæli Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005 þar sem hann sagðist eiga sér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Draum Halldórs segir hann vera sína eigin martröð og segir loks: „Ég hef trú á því að ef þessi útlendi prófessor vissi hvað jarðvegurinn á Íslandi er frjór fyrir allskonar vitleysu þá hefði hann aldrei látið þetta út úr sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert