Vilja stöðva HM-útsendingar

Miklir hagsmunir felast í sýningarrétti frá HM í knattspyrnu.
Miklir hagsmunir felast í sýningarrétti frá HM í knattspyrnu. mbl.is/afp

 Ríkisútvarpið og Stöð 2 hafa farið fram á það við ríkisreknar norrænar sjónvarpsstöðvar að þær loki fyrir útsendingar Skjásheims frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst 12. júní. Skjárheimur er ein af áskriftarleiðum Skjásins og býður upp á útsendingar af erlendum sjónvarpsstöðvum.

RÚV seldi 365 miðlum sýningarrétt á 18 leikjum á HM. Telur Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, að með því hafi RÚV búið til markaðsvöru sem áður hafi átt að vera frí fyrir alla. Í kjölfarið hafi verið leitað lögbanns á útsendingar norrænu sjónvarpsstöðvanna frá heimsmeistaramótinu. „Vandamálið hefst þegar RÚV velur, í ákveðinni græðgi, að búa til markaðsvöru. Þarna er skattfé notað til þess að gera efnið aðgengilegt en í kjölfarið búinn til söluvænn pakki. Í honum eru alvöru leikir með Englandi, Ítalíu, Portúgal og allir leikir Bandaríkjanna, sem við, skattborgararnir, höfum ekki aðgang að,“ segir Friðrik.

Hann telur RÚV hafa óverjandi málstað, jafnt því sem hagsmunir Stöðvar 2 séu mjög einkennilegir í þessu samhengi. Viðskiptavinir Fjölvarps Stöðvar 2 eru einnig með aðgang að norrænu stöðvunum. ,,Eins einkennilegt og það kann að hljóma þá beinist krafa Stöðvar 2 gegn eigin viðskiptavinum líka,“ segir Friðrik.

„Áskrifendur Fjölvarpsins eru ekki endilega með áskrift að Stöð 2 sport þar sem leikirnir verða sýndir. Því hafa áskrifendur Fjölvarpsins og Skjásheims horft upp á auglýsingar af væntanlegum leikjum á HM um nokkra hríð sem nú stendur til að loka á,“ segir Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert