Skeldýrarækt nánast bönnuð

Miklu nær væri að kalla lög um skeldýrarækt lög um bann við skeldýrarækt. Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að sjá fyrir sér að lögin hvetji til fjárfestinga. Reglurnar sem uppfylla þurfi séu fleiri en komið verði á tölu.

Pétur fjallaði um málið á ársfundi Umhverfisstofnunar í síðasta mánuði. Hann sagði að enginn vafi væri á því að unnt væri að einfalda alla stjórnsýslu, leyfisveitingar og eftirlit með atvinnulífinu verulega frá því kerfi sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum og ná sama árangri, en með mun minni tilkostnaði.

„Það blasir við að hátt flækjustig regluverksins dregur úr vexti fyrirtækja og heldur aftur af stofnun nýrra. Þess vegna er svo brýnt að minnka flækjustig og kostnað fyrirtækja við að fylgja reglum,“ sagði hann.

Ný lög um skeldýrarækt voru samþykkt á Alþingi sumarið 2011. Bent hefur verið á að síðan þá hafi nýliðun verið afar lítil  ef einhver  í greininni og fjárfestingar nánast engar.

Pétur segir lögin lýsa vandanum sem við er að etja ágætlega.

Skriffinnskan mikil

Í grunninn er skeldýrarækt einföld aðgerð. Hún felst í því að leggja kaðla í sjó og bíða eftir því að kræklingar festi sig þar á og vaxi upp í tiltekna stærð.

En að fá leyfi til að stunda kræklingarækt er ekki svo einfalt mál.

Til að byrja með þarf að fá starfsleyfi frá Umhverfisstofnun eða heilbrigðiseftirliti, en það fer eftir því hve umfangsmikil starfsemin verður. Þaðan fara umsóknirnar til umsagnar fjölmargra aðila.

Þá eru tilraunaleyfi veitt til að hámarki sex ára og um þau fjalla Fiskistofa, viðkomandi sveitarstjórn, Matvælastofnun, Landhelgisgæslan, byggingarfulltrúi, Hafrannsóknastofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umsóknin um tilraunaleyfi skal vera skrifleg og þar eiga jafnframt að koma fram upplýsingar um eignaraðild að skeldýraræktarstöð, fagþekkingu umsækjenda um tilraunaleyfi á viðkomandi sviði, stærð og umfang starfsemi og tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, samningur við eiganda viðkomandi lands og loks yfirlýsing bygginga- eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.

Áður en gefin eru út ræktunarleyfi þarf leyfishafi, eða umsækjandinn, að láta framkvæma heilnæmiskönnun. Hún kostar nokkur hundruð þúsunda króna sem leyfishafinn þarf sjálfur að greiða. Ræktun og veiðar skeldýra eru síðan aðeins heimilar á ræktunarsvæðum sem Matvælastofnun hefur viðurkennt á grundvelli heilnæmiskannana.

Þarf að byrja allt upp á nýtt

Ef allt er í lagi getur kræklingaræktarbóndinn sótt um ræktunarleyfi en þá hefst allt ferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að senda Matvælastofnun öll gögn og stofnunin þarf aftur að leita umsagnar frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, viðkomandi sveitarfélagi og Landhelgisgæslunni.

Enn er ýmislegt ótalið, svo sem uppskeruheimild, sem er veitt á grundvelli greiningar á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfisk, sem og sjálft vinnsluleyfið.

Í lögunum segir jafnframt að hvenær sem er sé hægt að afturkalla tilraunaleyfi og ræktunarleyfi séu aðstæður – að mati Matvælastofnunar – óviðunandi vegna hættu á mengun eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna.

Borgar úr eigin vasa

Leyfishafinn þarf enn fremur að standa straum af öllum helstu kostnaðarþáttum við eftirlitið, svo sem launum starfsfólksins sem sinnir störfum vegna útgáfu leyfa og eftirlits, öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þar með talið vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar, og kostnaði við greiningu á rannsóknastofu og sýnatöku, svo eitthvað sé nefnt.

Pétur bendir á að ekki sé verið að kalla eftir því að dregið verði úr efnislegum kröfum til fyrirtækjanna, heldur að beitt verði nútímalegum aðferðum við eftirlitið, dregið úr skörun og reynt að gæta ýtrustu hagkvæmni.

„Það eru atvinnurekendurnir sjálfir sem bera ábyrgð á sínum rekstri, framleiðslu sinni og þjónustu. Það eru þeir sem verða fyrir tjóni ef eitthvað bregður út af í rekstrinum og það er þeirra hagur að starfa í samræmi við lög og reglur. 

Það er hins vegar mikill misskilningur að opinbert eftirlit, sama hve umfangsmikið það er, geti komið í veg fyrir alla ágalla í búnaði, vöru eða þjónustu. Þar ráða fyrirtækin og viðskiptavinir þeirra mestu.“

Hann segir að íslenskt samfélag þurfi á því að halda að sem flestir vilji stofna fyrirtæki og að gata þeirra sé greið. Fólk þurfi að geta hafið rekstur og tekið áhættu með uppbyggingu nýrrar starfsemi. „Það eru hagsmunir allra. Þannig þróast samfélagið áfram, ný verðmæti verða til, störf skapast og lífskjörin batna.“  

mbl.is/Kristján
mbl.is/Kristján
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoð við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...