Fasteignamat hækkar enn

Fasteignamat eignar í fjölbýli hækkar um 14% á milli ára …
Fasteignamat eignar í fjölbýli hækkar um 14% á milli ára í Vesturbænum. mbl.is/Sigurður Bogi

Dæmi eru um að fasteignamat á einstökum eignum á höfuðborgarsvæðinu hækki um 15% á milli ára.

Á vef Þjóðskrár má finna nýtt fasteignamat ríkisins fyrir árið 2015, en matið verður kynnt opinberlega síðar í vikunni.

Matið hækkaði um 4,3% í fyrra en samkvæmt athugun Morgunblaðsis verður hækkunin enn meiri í ár á þeim eignum sem kannaðar voru. Við skoðun á fasteignamati miðsvæðis í Reykjavík má sjá dæmi um að eignir í fjölbýli hækki um 14% á milli ára í Vesturbænum og í miðbæ borgarinnar. Raunar má sjá miklar hækkanir hvert sem litið er í Reykjavík, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »