Lenti heilu og höldnu á Íslandi

Sofie Gråbøl er Sarah okkar Lund úr Forbrydelsen; lopapeysuklædda lögreglukonan sem vann hug og hjörtu Íslendinga í þremur glæpaþáttaseríum.

Danska leikkonan hefur í vetur og sumar dvalið á Austfjörðum við tökur á nýrri breskri glæpaþáttaröð; Fortitude sem breska sjónvarpsstöðin Sky framleiðir en framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur haldið utan um verkefnið hér á landi.

Í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina segir Sofie frá upplifun sinni af Íslandi, fólkinu og náttúrunni og hvernig henni fannst nýr kafli í lífi sínu hefjast hér á landi eftir erfiða baráttu við brjóstakrabbamein.

„Ég upplifði létti að vera hér í nýju umhverfi og ég þurfti á þessum tímapunkti í lífi mínu, eftir veikindin, aðkomast burt og þetta var því eins og himnasending,“ segir Sofie í viðtalinu um dvöl sína á Austfjörðum.

Danska leikkonan Sofie Gråbøl.
Danska leikkonan Sofie Gråbøl. Rax / Ragnar Axelsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert