Dagur tekinn við taumunum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, tók formlega við af Jóni Gnarr sem borgarstjóri Reykjavíkur við athöfn sem fram fór seinni partinn í dag í Höfða. Féllust nýr og fyrrverandi borgarstjóri í faðma af tilefninu en þeir hafa starfað náið saman í borgarmálunum undanfarin fjögur ár.

Dagur var fyrr í dag kjörinn borgarstjóri á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar.

Frétt mbl.is: Gleymdu að kjósa borgarstjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina