Á leið í land með fyrstu langreyðina

Von er á hvalveiðibátnum Hval 9 í Hvalstöðina í Hvalfirði fyrir miðjan dag með fyrstu langreyðina sem veiðist á þessari vertíð.

Hvalur 9 var að sigla inn í mynni Hvalfjarðar um eittleytið og á því tæplega tveggja tíma siglingu eftir, segir í frétt Skessuhorns.

Í fyrra kom fyrsta langreyðurin á land 18. júní. Hvölunum verður landað í Hvalstöðinni í Hvalfirði sem fyrr.

Veiða má 154 langreyðar á þessu fiskveiðiári. Í fyrra veiddu skip fyrirtækisins 134 dýr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert