Féll í fang prinsins í virkjuninni

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar heldur áfram ferð sinni um landið og er nú í Hellisheiðarvirkjun. Þar skoðar hún og fræðist um virkjunina ásamt Daníel prinsi, eiginmanni sínum, og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Dor­rit Moussai­eff var ekki með í för að þessu sinni. 

Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, sýndi gestunum virkjunina. Daníel prins kom henni til bjargar þegar hún var við það að falla aftur fyrir sig eins og sjá má á mynd Golla, ljósmyndara mbl.is, sem fylgir fréttinni.

mbl.is heldur áfram að greina frá heimsókn kóngafólksins en þau munu meðal annars snæða kvöldverð að Bessastöðum í kvöld. 

Frétt mbl.is: Prinsessunni er annt um norðrið

Frétt mbl.is: Prinsessan skoðaði Hörpu

Frétt mbl.is: Prinsessan á Bessastöðum

mbl.is