Prinsessan á Bessastöðum

Vikt­oría krón­prins­essa Svíþjóðar og maður henn­ar, Daní­el prins, komu til Bessastaða í morgun. Þau eru hér í opinberri heimsókn í boði forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti Viktoríu og Daníel við Bessastaði. 

Estelle, erfðaprinsessa og dóttir hjónanna, er ekki með í för að þessu sinni. Viktoría var smekklega klædd í svart pils og svarta og hvíta blússu og hafði hún hvítt veski meðferðis.

Fjöldi sænskra fjölmiðlamanna mætti til Bessastaða í morgun og mun eflaust fylgja hjónunum um landið í dag og á morgun. 

Eftir að forsetahjónin, prinsessan og prinsinn höfðu verið mynduð í bak og fyrir á tröppunum við Bessastaði, áttu þau stuttan fund innandyra. Nokkuð kuldalegt var á Álftanesi í morgun, rigning og vindur, og áttu hjónin því stutt stopp á tröppunum. 

Að fundi loknum stilltu þau sér upp fyrir fjölmiðla og héldu Ólafur og Viktoría stutt ávörp á sænsku.

Ólafur bauð hjónin velkomin til landsins. Hann sagðist hlakka til dagskrárinnar í dag og á morgun. Rifjaði Ólafur upp að löndin tvö, Ísland og Svíþjóð, hefðu ættu að baki mörg hundruð ára tengsl og samstarf.

Viktoría þakkaði boðið og sagðist vera ánægð að vera komin til landins.Tíu ár eru frá því að foreldrara hennar, Silvía drottning og Karl Gústaf konungur, sóttu Ísland heim og sagði Viktoría að margt hefði eflaust breyst á þeim tíma. 

Með þeim í för er emb­ætt­is­menn sænsku hirðar­inn­ar og ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Um er að ræða tveggja daga heim­sókn sem hófst formlega með fundi krón­prins- og for­seta­hjón­anna á Bessa­stöðum.

Dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar er vel skipu­lögð eins og mbl.is hef­ur greint frá þar sem meðal ann­ars verður komið við í kynn­ing­ar­ferð í Hörpu, á fundi um viðskipta­tengsl land­anna í Nor­ræna hús­inu og skoðun og fræðslu um Hell­is­heiðar­virkj­un, farið í hvala­skoðun, skoðun­ar­ferð til Mý­vatns og á málþing um sam­vinnu á norður­slóðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. 

Form­legri heim­sókn lýk­ur að kvöldi 19. júní í Reykja­vík. Með heim­sókn Vikt­oríu krón­prins­essu munu all­ir rík­is­arfar Norður­landa hafa sótt Ísland heim.

mbl.is