Stefnt að læsi 90% grunnskólabarna

Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur …
Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og að mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans. mbl.is/Styrmir Kári

Hvítbók Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra er komin út, en þar kemur fram umbótaáætlun hans í menntamálum. Ráðherra setur fram tvö meginmarkmið fyrir árið 2018 til þess að ná þessu fram.

Í fyrsta lagi að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og að mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans.

Í öðru lagi er sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Því verður náð með því að endurskipuleggja námstíma, stytta nám til lokaprófa og draga þannig úr brotthvarfi.

Hafist verður handa strax í haust þegar verkefnastjórar verða ráðnir og samráðshópur verður settur saman með Samtökum atvinnulífsins, Kennarasambandinu, Sambandi sveitarfélaga, Heimili og skóla ásamt fleiri aðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert