Viktoría í sínu fínasta pússi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til kvöldverðar á Bessastöðum í kvöld til heiðurs Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins. Hann sátu ásamt fylgdarliði krónprinsessunnar ýmsir forystumenn Alþingis og ríkisstjórnar ásamt fulltrúum atvinnulífs og menningarstofnana.

Með Viktoríu og Daníel eru í för emb­ætt­is­menn sænsku hirðar­inn­ar og ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Um er að ræða tveggja daga heim­sókn sem hófst form­lega með fundi krón­prins- og for­seta­hjón­anna á Bessa­stöðum.

Dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar er vel skipu­lögð eins og mbl.is hef­ur greint frá þar sem meðal  fund­ur um viðskipta­tengsl land­anna í Nor­ræna hús­inu og skoðun og fræðslu um Hell­is­heiðar­virkj­un, farið í hvala­skoðun, skoðun­ar­ferð til Mý­vatns og á málþing um sam­vinnu á norður­slóðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. 

Form­legri heim­sókn lýk­ur að kvöldi 19. júní í Reykja­vík.

Frétt mbl.is: Prins­ess­unni er annt um norðrið

Frétt mbl.is: Prins­ess­an skoðaði Hörpu

Frétt mbl.is: Prins­ess­an á Bessa­stöðum

Frétt mbl.is: Féll í fang prinsins í virkjuninni

Frétt mbl.is: „Gaman að hitta alvöru prinsessu“

mbl.is