Seðlabanki boðar svör á næstunni

Vátryggingamiðlarar sem þjónusta erlend tryggingafélög funduðu með sérfræðingum SÍ og …
Vátryggingamiðlarar sem þjónusta erlend tryggingafélög funduðu með sérfræðingum SÍ og FME í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Vátryggingamiðlarar sem þjónusta erlend tryggingafélög segja fund með sérfræðingum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME) í gær ekki hafa eytt óvissu um það hvort ýmsar gerðir tryggingasamninga verði metnar ólögmætar.

Óskað var eftir samtali við forystumenn Seðlabankans vegna málsins en við því var ekki orðið.

Sem kunnugt er hefur reglum um gjaldeyrismál verið breytt þannig að sparnaður á vegum erlendra tryggingafélaga hefur verið bannaður.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem gæta hagsmuna vátryggingamiðlara, sat fundinn með fulltrúum SÍ og FME í gær, ásamt stórum hópi vátryggingamiðlara.

„Þeir voru óviðbúnir að svara og voru ekki í aðstöðu, sérstaklega Seðlabankinn, til að svara lykilspurningum í málinu varðandi skilgreiningu á samningum. Þeir lofa mjög nánu samráði við okkur á næstu dögum og vikum,“ segir Andrés í samtali við Morgunblaðið.

„Það er lykilatriði, bæði til þess að allur sá fjöldi einstaklinga sem á hagsmuna að gæta viti rétt sinn og stöðu og ekki síður hin erlendu tryggingafélög sem hlut eiga að máli, að staðan verði skýrð. Það er að mínu mati bagalegt hvað Seðlabankinn var óundirbúinn að svara lykilspurningum í málinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »