Hópnauðgun til ríkissaksóknara

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn á hópnauðgun í Breiðholti er að ljúka og verður málið sent til ríkissaksóknara á næstu dögum, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar.

Fimm pilt­ar á aldr­in­um 17 til 19 ára eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí. Þeir voru hand­tekn­ir og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 15. maí.

Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda.

Aftur á móti hefur rannsókn á máli, þar sem ung kona óskaði eftir aðstoð á Langholtsvegi og grunur lék á að hefði verið nauðgað, verið hætt án niðurstöðu. 

Enginn liggur undir grun

Rannskókn á líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi er langt komin en ekki vitað hvort málinu verði vísað til ákæruvaldsins, að sögn Friðriks Smára.

Einn maður sat í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina í viku. Sá er grunaður um að hafa slegið, skallað og hrint öðrum manni sem hlaut lífs­hættu­lega áverka á skemmti­staðnum Spot í Kópa­vogi aðfar­arnótt upp­stign­inga­dags. 

Laus úr gæsluvarðhaldi

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á lík­ams­árás sem átti sér stað við Sel­brekku í Kópa­vogi er langt komin að sögn Friðriks Smára en karl­maður fannst liggjandi í blóði sínu fyr­ir utan hús í göt­unni að morgni 30. maí sl.

Maður sem er grunaður um árás­ina var hand­tek­inn og úr­sk­urður til að sæta gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un til 6. júní sl. Ekki var farið fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðahald. 

Rannsókn á líkamsrás langt komin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert