Allir hafa áfrýjað til Hæstaréttar

mbl.is/Sverrir

Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson hafa allir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll á mánudag í svokölluðu BK-44-máli, til Hæstaréttar.

Greint var frá því á mánudag að Birkir Kristinsson, sem var einnig dæmdur í málinu, hefði áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

Þeir Birkir, Elm­ar og Jóhannes voru dæmdir í fimm ára óskil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir aðild sína að mál­inu. Þá var Magnús Arn­ar dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi. 

Í mál­inu voru fjór­ir fyrr­ver­andi starfs­menn Glitn­is ákærðir fyr­ir umboðssvik, markaðsmis­notk­un og brot á lög­um um árs­reikn­inga, þ.e. þeir Birk­ir, sem var starfsmaður einka­bankaþjón­ustu Glitn­is, Jó­hann­es, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta, Elm­ar, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arn­ar, sem var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs.

Ákær­an kom til vegna 3,8 millj­arða lán­veit­ingu bank­ans til fé­lags­ins BK-44 í nóv­em­ber 2007. Fé­lagið var í eigu Birk­is og voru Jó­hann­es, Magnús og Elm­ar ákærðir fyr­ir umboðssvik með því að veita fé­lag­inu lánið sem notað var til að kaupa bréf í Glitni. Birk­ir var svo ákærður fyr­ir hlut­deild í brot­inu. BK-44 seldi hlut­ina á ár­inu 2008 þegar gert var upp við fé­lagið nam tap Glitn­is tveim­ur millj­örðum króna.

mbl.is