Fá frest til nóvember í verðsamráðsmáli

Byko og Húsasmiðjan.
Byko og Húsasmiðjan. mbl.is

Sérstakur saksóknari lagði fram samantekt yfir þau gögn sem varða hvern og einn sakborning í verðsamráðsmálinu svokallaða, þ.e. út frá þeim sakargiftum sem tilrgreindar eru í ákærunni, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Þá var verjendum veittur frestur til nóvember til að skila greinargerðum í málinu.

Dómari beindi því til ákæruvaldsins í síðasta þinghaldi, sem fór fram 22. maí sl., að útbúa yfirlitið sem var skilað inn í morgun.

Við síðustu fyrirtöku neitaðu allir sakborningar sök. Um er að ræða 13 karl­menn sem störfuðu hjá Byko, Húsa­smiðjunn­i eða Úlf­in­um bygg­inga­vöru­versl­un­. Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði þá fyr­ir sam­keppn­is­brot fram­in á ár­un­um 2010 og 2011. Skjöl máls­ins telja tæp­lega fimm þúsund blaðsíður.

Næsta þinghald verður 20.nóvember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert