Árni Páll stöðvaði Seðlabankann

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, beitti sér gegn því sem efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011, að Seðlabankinn stöðvaði viðskipti einstaklinga við erlend tryggingafélög. Hann telur enn að slík inngrip séu of íþyngjandi.

Sem kunnugt er gerði Seðlabankinn breytingar á reglum um gjaldeyrismál 19. júní, í því skyni að stöðva óheimila söfnun sparnaðar hjá erlendum tryggingafélögum. Varðar bannið tryggingar tugþúsunda Íslendinga.

Árni Páll segist hafa sem ráðherra litið svo á að Seðlabankinn gæti ekki stigið það skref að banna umrædd viðskipti. Fram hefur komið að þau hafi leitt til um 10 milljarða útstreymis gjaldeyris á ári.

Of íþyngjandi aðgerð

„Seðlabankinn kynnti á sínum tíma hugmyndir um að takmarka þennan þátt viðskipta yfir landamæri. Um þetta var dálítið rætt, m.a. man ég eftir fundi með fulltrúa hagsmunaaðila á árinu 2011. Afstaða mín var ósköp einfaldlega sú að þetta væri of íþyngjandi aðgerð, varðaði fjölda fólks og takmarkaði grundvallarréttinn til frjálsra viðskipta yfir landamæri,“ segir Árni Páll.

„Niðurstaða Seðlabankans á þeim tíma, eftir nokkrar umræður, var að þessir samningar samrýmdust haftalögunum. Í þessum haftamálum er ábyrgðin á hendi ráðuneytisins og ráðherrans. Seðlabankinn hefur annað hlutverk við stjórnsýslu hafta en þegar hann stjórnar peningamálum. Við stjórn peningamála er hann fullkomlega sjálfstæður og stjórnvöld hafa engin afskipti af ákvörðunum hans þar. Þarna er Seðlabankinn að vinna tiltekið verkefni og ábyrgðin er í höndum ráðherrans á hverjum tíma. Þess vegna er verklagið auðvitað annað. Þess vegna hlýtur maður að spyrja hver er afstaða ráðherrans til þessa máls,“ segir Árni Páll og vísar til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Því að þetta stjórnskipulag hefur ekkert breyst. Ráðherrann er enn þá formaður samráðsnefndar um afnám gjaldeyrishafta, alveg eins og var í fyrri tíð. Stjórnvöld bera ábyrgð á að marka stefnuna og því hversu langt er gengið. Ég hef ekki breytt um mína afstöðu til þessa. Mér finnst mjög holur hljómur í því þegar menn tala um að það þurfi að flýta afnámi hafta ef þeir geta ekki þolað þetta útstreymi. Maður hlýtur þá að spyrja sig hvernig afnám á að líta út, ef þetta takmarkaða útstreymi á að ógna þjóðarhag.“

Stjórnvöld á hreinni haftaleið

- Hver er þín skoðun á þeirri ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál 19. júní?

„Ég einfaldlega tel að þarna séu stjórnvöld á hreinni haftaleið og ég skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um ákvarðanir Seðlabankans í þessu efni. Seðlabankinn er þarna að breyta um stefnu frá fyrri túlkun og það er óhugsandi að slík stefnubreyting sé ákveðin nema að ráðherrann samþykki hana og telji hana eðlilega.“

- Telurðu að það sé verið að stíga skref í þá átt að loka landinu?

„Ég held að það blasi við hverjum manni. Það er ekki kræsileg framtíðarsýn að búa í landi þar sem fólk getur ekki verið frjálst að því að eiga viðskipti, einstaklingar, um frekar minniháttar hluti yfir landamæri. Það sýnir fullkomna uppgjöf ríkisstjórnarinnar með að gera eitthvað við afnám hafta.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlakkar til að bretta upp ermarnar

11:59 „Ég hef lengi haft áhuga á því að fara út í stjórnmálin og þykir borgarmálin sérstaklega spennandi. Ég hafði rætt þennan möguleika við mikið af vinum og félögum sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins, en ég taldi mig í raun ekki endilega eiga mikla möguleika þar sem ég á enga forsögu í flokknum.“ Meira »

Krefjast væntanlega áframhaldandi varðhalds

11:39 Lögreglan mun í dag líklega fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á þrem­ur inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð þar sem sam­tals 600 tölv­um var stolið. Meira »

Fundaði með sendiherra um umskurð

10:54 Formaður Samtaka evrópskra gyðinga, Menachem Margolin, fundaði með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í gær um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður drengja verði bannaður með sama hætti og umskurður stúlkna. Meira »

Fólk hugi að niðurföllum og lausum munum

10:51 Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt en spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fólk hugi að niðurföllum og lausum munum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja stöðva „græðgisvæðingu yfirstéttarinnar“

10:44 Stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags skorar á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans, þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ. Meira »

Skoðaði samskipti Sanitu fyrr um kvöldið

10:38 Khaled Cario, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í september á síðasta ári skoðaði tölvu hennar kvöldið umrædda áður en Sanita kom heim. Þar hafi hann séð að Sanita átti í samskiptum við aðra karlmenn og segist hann hafa tryllst. Meira »

Breytingar boðaðar á barnavernd

09:48 Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Meira »

Sækist eftir 3. til 4. sæti

10:35 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram hinn 10. mars. Meira »

IKEA innkallar sælgæti

09:36 IKEA innkallar GODIS PÅSKKYCKLING-sælgæti. Meðan á framleiðslu sælgætisins stóð komust mýs inn í húsnæði verksmiðjunnar og því gætu vörur hafa mengast. Meira »

Spá 2,9% hagvexti í ár

09:25 Spáð er 2,9% aukningu landsframleiðslu á þessu ári sem er að miklu leyti drifin áfram af vexti einkaneyslu. Hagvöxturinn var 3,8% í fyrra. Meira »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...